Prófanir

Í gær var snjór yfir öllu og orðið vetrarlegt. Í nótt hvessti og megnið af þessum snjó fauk í burtu en það er frekar hrissingslegt veður í dag og 6 stiga frost.

Prófanir hafa gengið hægar en við ætluðum. Það er alltaf að koma eitthvað smávegis uppá. Í gær urðum við að fresta prófunum vegna titrings á efstu legunni. LWD menn fóru í að rífa leguna og rétta hana af. Þeirri vinnu á að ljúka í dag og taka smá prufu run og halda svo áfram með prófanir á morgun. Það er búið að spennusteja rafalann og lofar þetta allt góðu.

Fer heim á morgun og skil Kristján og Bjarna Má eftir til að klára að koma vélunum í gang.

Kveðja

Pétur Bjarni