Legukeyrsla

Jæja, það snjóaði á okkur í dag og er allt grátt yfirlitum en annars ágætis veður, er að verða vetrarlegt.

Tókum út inntakslokuna í morgun og virðist hún vinna vel en enn sem komið er þá er hún bara handstýrð.

Í legukeyrslunni komu upp ýmis vandamál en það helsta var að vélin trippaði á hárri og lágri oíuhæð,  nemarnir er svo nálægt hver öðrum að smá sullugangur í olíunni leysir út á báðum merkjum. Titringurinn á vélinni er enn vandamál en það á að skoða hvort við getum ekki klárað prófanir og keyrt þar til vél 2 verður klár.

Unnið á full u í loftræstikerfinu og raflögnum að vél 2 og búa til lagnaleið fyrir raflögn upp í inntaki.

Til að fá leyfi tilað keyra vélina verður einnig að ganga frá bruanvörnum og er það komið í fullan gang, setja hurðir og ganga frá brunaþéttingum.

Kveðja frá Pakitsoq

Pétur Bjarni

Suðuvinna

Björgvin frá Istak að tiggsjóða rör

Jón að sjóða

Jón frá Ístak að tiggsjóða rör

Ómar á kafi  pittinum

Ómar frá Ístak á kafi í pittinum á vél 2

Starfsmaður Orkuvirkis

Ármann hjá Orkuvirki að ganga frá rafalarofanum og háspennutengingum

Ein ummæli

  1. Gísli G. Pétursson
    20. október 2012 kl. 22.53 | Slóð

    Alltaf jafn gaman að lesa fréttirnar hjá þér og skoða myndirnar :-)
    Bið að heilsa honum Sævari.
    Kv Frá Alcoa á Reyðarfirði