Fyrsta run

Það er búið að vera blíða hér undanfarið, vindinn hefur lægt og það er hlítt.

Erum búnir að vera netlausir hér í 2 daga og því ekki getað komið neinu frá okkur hér en þetta stendur allt til bóta.

Seinasta steypan í göngunum kláraðist á þriðjudaginn og svo hefur gengið ágætlega með Portalbygginguna.

Fyrsta run á vél 3 var tekið seinnipart þriðjudags og gekk það ágætlega. Það hafa komið smá vandamál upp í fyrstu prófunum en það er allt að leysast. Það var efnt til veðmáls um það hvar vélin stoppaði eftir fyrsta run. Það var hægt að veðja á 1 tölu með því að leggja bjór undir. Öxulinn var merktur frá 1-36 og smíður ör sem benti á tölurnar. Þátttakan var góð og voru 70 bjórar í pottinum. Vélin stoppaði svo á 31 og var 1 pólverji sem vann allan pottinn.

Það er að koma mikill jökulleir niður og talsvert af sprengjuþráðum og var það að trufla okkur í gær og þurfti að vatnstæma vélina og hreynsa út ruslið. Í dag er það svo legukeyrsla og klára þessar mekanísku prófanir. Um helgina verður vonandi hægt að fara í rafmagnsprófanir.

Kveðja

Pétur Bjarni

Þakið komið á Portal

Komið þak á portalhúsið

Stöðvarhúsið

Verið að vinna í vél 2 í stöðvarhúsinu

Gangsetningarveðmál

Örin fína og tölurnar sem veðmálið byggðist á, hún stoppaði svo á 31

Skr�ða inn � pennstokkin

Mario að skríða inn í pennstokkinn til að þrífa hann en þar var mikið af sprengjuþræði og jökulleir