Ný vika

Veðrið hefur verið ágætt, lítið frost en talsverður vindur undanfarna daga.

Mesta púðrið hefur farið í að tæma göngin. Til að geta tæmt göngin það mikið að það sé hægt að opna hurðina í Adit 1 þarf að dæla helling af vatni með dælum frá Adit 1 og yfir í sveilfugöngin og svo þarf “stórar” dælur til að dæla úr sográsargöngnum og út í sjó. Þarna held ég að hönnuðir hafi eitthvað klikkað á hæðarkóðunum. En þetta hafðist nú og er viðgerð á þéttingunum á hurðinni í Adit 1 að ljúka. Vonandi náum við að byrja fylla göngin seinnipartinn í dag.

Það komu líka í ljós 2 lekar á þrýstipípunni og var tækifærið notað til að lagfæra það líka. Það kom einnig í ljós að það vantaði einangrun á stýripinna í efri legunni á rafalanum og á það við um alla rafalana, þetta hefur gleymst í verksmiðjunni. Svo það var drifið í að gera við þetta en þar sem það þurfti að tæma göngin varð engin tímaseinkun af þessu.

Önnur vinna sígur áfram og er td komið þak á Portalhúsið þar sem við eigum að dveljast. Undirbúningur á fullu vegna úttektar sem á að vera á þriðjudaginn, út frá þeirri úttekt verður úrskurðað hvort við megum setja í gang eða ekki.

Bestu kveðjur úr Pakitsoq

Pétur Bjarni

Viðgerð burðarlegu vél 3

Verið að ljúka viðgerð á einangrunarbilun á legu í vél 3, LDW menn að störfum.

Túrb�hjólið vél 2

Túrbínuhjólið á vél 2.

Herbergi Portal

Herbergisgluggarnir í Portal. Hræddur um að ég þurfi góðan svefnpoka til að vera þarna í vetur.

útsýni úr Portal

Útsýnið út um herbergisgluggan, það var nú fallegra í Öðrum firði.