Tæma göng

Frostið heldur áfram og í dag var 8 stiga frost en hægvirðri og skýjað.

Dagurinn farið í að vatnstæma göngin og finnst mönnum leka allt of hægt úr þeim en þetta er samt eins og reiknað var með. Nú er farið að leka vatn út í sjó í fyrsta ksiptið í gegnum göngin. Við megum ekki stoppa of lengi því þá frýs vatnið í göngunum vegna sífrera sem er þar og að frostið er að aukast úti.

Verið að stilla vél 2 af og gengur það vel.

Í gær og fyrradag var tekið átak í þrifum á stöðinni og er nú allt annað útlit hér og miklu betra loft. Spennahellirinn var málaður ásamt gólfinu hjá vél 3. Hrós dagsins fer til tiltektarmannana.

Verið nú dugleg að láta vita af heimsókninni.

Kveðja

Pétur Bjarni

Stöðvarhúsið

Stöðvarhúsið orðið mun þrifalegra og fínna

Spennahellirinn

Búið að mála spennahellinn, á að vísu eftir að fara með gráu yfir.

Rafmagnstöflur og vél 3

Búið að mála gólfið í kringum vél 3

Sérfræðingateimið

Hér er sérfræðingateimið að störfum og sjá um að allt sé eins og það á að vera.

2 ummæli

 1. Jón Pálmason
  11. október 2012 kl. 22.33 | Slóð

  Við bíðum alltaf eftir fréttum dagsins, sérstaklega núna þegar mikið er um að vera. Bestu kveðjur
  Jón Pálmason Verkís

 2. Krissi
  12. október 2012 kl. 0.00 | Slóð

  Gaman að fylgjast með Pétur, kveðja úr Mývatnssveitinni.