Fylla göng og tæma göng

Hér er búið að vera nóg um að vera.

Það hefur verið ágætis veður, kyrrt og frostið um 3°C en í morgun var 10 stiga frost.

Kristján Friðriksson kom hér á mánudaginn til að aðstoða okkur við að láta þetta ganga.

Gærdagurinn fór að mestu í að fylla göngin og var klárað að fylla upp í 150 m og vorum við mjög ánægðir því lekinn jókst nánast ekkert.

Í morgun var svo klárað að fylla upp í 183 m, þe alveg upp og fullur þrýstingur komin á göngin. Þegar þangað var komið þá skreið pakkningin undan þrýstingnum á lokunni inn í göngin hér við stöðvarhúsið og þar varð talsverður leki. Þess vegna verður að tæma göngin aftur og gera við þessa bilun og bæta hönnunina á þessu.

Kveðja

Pétur Bjarni

Leki  Adit 1

Verið að skoða leka í Adit 1, allt á floti.

Leki  Adit 1

Hér má sjá hvernig pakkningin hefur skriðið undan þrýstingnum og talsverður leki kominn.

Sográsargöng

Verið að tæma efri göngin niður í sográsina, þarna er mikill hávaði og læti.