Göngin tæmd

Helgin fór í það að mestu að tæma göngin og koma rafmagnsmálum í endanlegt horf.

Það tekur 2 sólahringa að tæma göngin fyrir ofan vél og þegar því vatni er sturtað niður er það nálægt því að fylla neðri göngin. Þegar þau voru tóm var hægt að setja loka fyrir neysluvatnið og gera við einn leka á röri sem kom í ljós þegar þrýstingurinn jókst. Á miðnætti í gær var byrjað að fylla á göngin aftur og nú vonandi endanlega.

Það þurfti að gera virkjunina spennulausa til að breyta tengingum og koma búnaði stöðvarinnar í notkun. þe spennusetja alla eiginnotkunarspenna, bussa og rofa svo nú er hægt að leggja niður stórar vinnutöflur sem eru hér víða á svæðinu.

Það er búið að vera um 3 stiga frost hér og það er kalt þegar það blæs með. Í gær var stjörnubjart og norðurljós, mjög fallegt.

Kveðja

Pétur Bjarni

Adit 1

Tappinn (Adit 1) sem er rétt fyrir ofan vélarnar. þarna er hægt að fara inn í göngin.

Adit 1

Tappinn eftir að það er komið vatn í göngin. Þá fór hann að leka svo það þurfti að grauta með honum til að þétta hann.

Frávatnsgöngin horft að sográsarloku

Frávatnsgöngin og þarna sést aðeins í sográsarlokuna.

Frávatnsgöngin horft niður

Frávatnsgöngin að fyllast.