Portalbyggingin sígur áfram

Það er unnið á vöktum, 24 klst á sólahring, til að koma portalbyggingunni sem lengst fyrir veturinn. Í gær var sperrusteypa á miðhlutanum. Hún verður nú varla tilbúinn til að vera í henni í vetur svo við verðum væntanlega að búa í kampinum. Í morgun var blíðu veður en um hádegið var hitinn kominn niður í 3°C og slydda. Það er samt varla hægt að hér sjái snjó.

Það var fyllt á göngin upp í 111 m og er lekinn jafn lítill og áður.

Unnið við rafala á vél 2.

Hafið það sem best og verið dugleg að kvitta fyrir komuna á síðuna.

Pétur Bjarni

Portalbyggingin

Portalbyggingin komin vel á veg

2 ummæli

 1. Böddi
  4. október 2012 kl. 17.05 | Slóð

  Þetta gengur flott hjá ykkur, er ekkert færi fyrir gönguskíðin þín.

  Sæll Böddi

  Gaman að heyra í þér. Hér er allt á fullu og það fer lítið fyrir snjónum.

  Kveðja

  Pétur Bjarni

 2. Systa
  5. október 2012 kl. 8.49 | Slóð

  Frábært að fá að fylgjast með þessu hjá ykkur.

  kveðja
  Systa