Sprengjudagur

Snemma í morgun var haldið upp á fjall því það átti að sprengja síðustu sprenginguna í göngunum og nú upp í gegnum botnin á vatninu. Það var mikil spenna í softinu því þetta var mikill áfangi í verkinu og mikilvægt að þetta heppnaðist vel. Það var búið að undirbúa þetta vel og allt klárt.

Sprenging og það heyrðist hvellur, svo titraði jörðin en ekkert gerðist út á vatni, tíminn leið og leið, menn litu á hvern annan og hugsuðu hvort þetta hafi mistekist. En svo 1,5 mínútu seinna kom bóla á vatnið og gusugangurinn byrjaði. Það léttist brúnin á mönnum við þessa sýn og í fyrstu virðist sprengingin hafa tekist vel. Hér má sjá mynd af þessu á YouTube,

http://www.youtube.com/watch?v=XAAyalIfyUk&feature=youtu.be

Það var farið niður í Adit 1 (hurð á göngunum fyrir ofan stöðvarhúsið) til að skoða vatnið þar og hvort eitthvað rusl ofl hefði komið niður, þetta var allt hreint og ekkert annað að gera en að taka dæluna og rafmagnið, loka svo og byrja vatnsfylla göngin.

Göngin að fyllast af vatni

Göngin að fyllast af vatni.

Veðrið hefur verið ágætt hér. Fróðir menn segja mér að hér sé minnsta ársúrkoman á Grænlandi en það hefur nú samt rignt á mig flesta daga hérna. Það frysti fyrst hér á föstudagin og þá gránaði í fjöll og ætli það megi ekki segja að veturinn sé að koma, það hefur verið frost síðan.

Vinnubúðir Ístaks � Pakistoq á Grænlandi

Vinnubúðir Ístaks í Pakitsoq á Grænlandi.

Ein ummæli

  1. Sigurður Guðni
    1. október 2012 kl. 8.11 | Slóð

    Sælir
    Gaman að fá að fylgjast með ykkur.

    Það eru alltaf spennandi tímar á byggingartíma.