Úttekt á inntaki

Nú hefur allt verið á fullu við að klára upp í inntaki og gera klárt fyrir seinustu sprenginguna upp í gegnum botnin á vatninu. Þá verða lokurnar að vera klárar og vorum við að skoða þær. Lokuramminn var mældur með boginni réttskeið og var í góðu lagi. En viðgerðarlokan kom ekki eins vel út en vegna hönnunargalla rifnaði þéttingin og allt virtist stefna í óefni þar sem engin pakkning var á staðnum. En það var svo hægt að lagfæra lokuna þannig að hún virkaði rétt og svo fannst smá bútur af pakkningu sem passaði í staðin fyrir þá skemmdu.

Það voru allir reknir upp úr stöðvarhúsinu í 1 klst meðan það var verið að tengja sprengiefnið upp í inntaki. Nú erum við kominn aftur niður í stöðvarhúsið að vinna en með tengda sprengju fyrir ofan okkur.

Bjarni Már

Bjarni Már að mæla lokuramman

Skemmd þétting á loku

Skemmd í þéttinguni á viðgerðarlokunni.