Gert klárt fyrir sprenginguna

Það þurfti að sprengja stóran helli undir vatninu til að taka við öllu efninu úr síðustu sprenginunni.

Hellirinn undir vatninu

Hér erum við inni í hellinum 50 metrum undir vatnsyfirborðinu. Stillasinn er til að bora fyrir seinustu sprengingunni og til að hlaða því í holurnar á eftir. Bergið fyrir ofan er frá 2 metra þykkt upp í 6 metra og allt að 9 m þykkt setlag þar ofaná.

Búið að koma sprengiefninu fyrir

Hér er búið að koma sprengiefninu fyrir, 600 kg, og allt klárt til að sprengja. Nú verður lokunni lokað og vatni dælt inn í hellinn og hann fylltur af vatni. þar á eftir verður lofti dælt inn til að búa til loftdempara til að taka við höggbylgjunni