Allt búið

Þá eru árin 2 að verða liðin og þetta verkefni komið á enda.

Íbúar Ilulissat fá nú birtu og il frá orkuverinu í Paakitsoq og verða að reka þetta orkuver óstuddir hér eftir.

Tel að við höfum kennt þeim nokkuð vel hvernig þeir eiga að bera sig að en svo er alltaf hægt að hringja.

Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður og skemmtilegur tími hérna.

Vil Þakka vinnufélögum og öðrum sem áttu leið með mér í þessari vegferð kærlega fyrir góðan og skemmtilegan félagsskap.

Það þarf gott lið til að reisa svona mannvirki þar sem svo erfitt er um aðdrætti og aðra þjónustu, við stóðum okkur öll vel :)

Grænlendingar hafa hérna góða virkjun með nóg af vatni og Ilulissat á góða möguleika á því að verða grænn bær :)

Hef ekki gefið mér tíma til að taka myndir núna í resina þar sem allt hefur verið á fullu við að klára verkefnið og læt því fylgja nokkrar myndir af mér við hin ýmsu störf.

pbg0001.JPG

Verið að festa mannop á sográsarkóninn eftir skoðun á túrbínuhjólinu.

Pétur við kælivatnsdælu

Verið að huga að kælivatnsdælu sem var að stríða eftir tripp.

Pétur að handdæla

Það fór þó aldrei svo að maður þurfti ekki að dæla díselolíu til að halda virkjuninni gangandi.

Það var verið að prófa tripp og fóru vélarnar ekki í gang eftir það, díselvélin sá okkur fyrir orku á meðan en stoppið var svo lengi að hún varð oíulaus. Áfyllikerfið virkaði ekki og rafmagnsdælur virka ekki í rafmagnsleysi :) Því varð ég að dæla 1000 lítrum á dagtankan til að geta haldið áfram viðgerðum. Komum loksins vélunum í gang um kvöldið og íbúar Ilulissat njóta nú grænnar orku.

Pétur að hfa

Verið að taka á móti varahlutum frá LDW. Engin kranamaður á svæðinu svo það varð bara að redda hlutunum.

Þetta er væntanlega síðasti pistillinn hérna.

Bestu kveðjur til ykkar allra og takk fyrir innlitið.

Pétur Bjarni

Ófært að sigla

Það er stórstreymt og SV gola sem tekur ísinn úr ísfirðinum og leggu hann í höfnina í Ilulissat og nánast allaleiðina að straumstæðinu í Paakitsoq. Þetta gerir það að verkum að það er ófært að sigla hingað.

En það vantaði kartöflur í kvöldmatinn og það gengur ekki, þess vegna var pöntuð þyrla á svæðið og kvöldmatnum reddað.

Gísli og Bjarki frá Rafmiðlun eru mættir á svæðið eftir mikla svaðilför í ísnum, báturinn átti að vera 45 mín á leiðinni en var 4 klst. Þeir ætla að taka vel á leyfalistanum og lagfæra allt rafmagn sem þarf að lagfæra.

Þyrlan

Þyrlan að koma með kartöflurnar.

Lónið

Eyrarrós upp við jökul, það er skemmtilegt að sjá þetta litfagra blóm þarna í þessari hrjóstugu náttúru.

Pakitsoq fjörður

Paakitsoq fjörður spegilsléttur. Brúni liturinn á sjónum kemur frá útfallinu frá virkjuninni en jökulvatnið flýtur ofan á sjónum.

Bestu kveðjur frá Paakitsoq og hafið það sem best.

Pétur Bjarni

Miklar breytingar á svæðinu

Sama blíðan og áður, hægviðri, heiðskýrt og 13 stiga hiti.

Frágangur gengur vel og er orðin mikil breyting á svæðinu.

Paakitsoq

Hér sést yfir svæðið eins og það er núna og upp að Portalbyggingu.

Paakitsoq

Allar búðirnar horfnar og flott sýn inn á jökul, flottur frágangur.

Vinnubúðir Ístaks � Pakistoq á Grænlandi

Vinnu búðirnar eins og þær voru 2012 en mest bjó hér um 130 manns.

Vinnubúðirnar

Svona voru búðirnar sumarið 2013.

Eins og sjá má á þessum myndum hafa orðið miklar breytingar hér og nánast öll ummerki um þennan stóra vinnustað að hverfa enda verkinu lokið að mestu.

Bestu kveðjur og hafið það sem best.

Pétur Bjarni

Síðasta úthaldið

Hef verið frekar latur að skrifa hér og kenni bara miklu vinnuálagi um :)

Hér hefur verið sumarveður, rignt í 2 daga, þoka í 2 daga og annars sól og blíða með tilheyrandi moskítóbiti, þe ef maður hættir sér út.

Það er verið að ganga frá öllum lausu endunum hér og frágangur á lokastigi. Kampurinn farinn og megnið af öðru dóti Ístaks.

Vélarnar ganga vel og bæði lónin orðin full svo það er nóg af vatni fyrir næsta vetur.

Hér var allt þrifið hátt og lágt vegna heimsóknar ráðherra og annarra ráðamanna.

Ráðherraheimsókn

Hér er hópurinn fyrir framan Portalbygginguna.

Ráðherraheimsókn

Hópurinn að skoða stöðvarhúsið. Áhugasamt fólk sem spurði margs.

Stillasinn utan um vél 1 er vegna viðgerðar á olíuleka sem á að fara að lagfæra.

Hef ekki verið duglegur að taka myndir hér á svæðinu en skal reyna bæta úr því.

Bestu kveðjur frá Paakitsoq.

Pétur Bjarni

Fyrsti dagur í moskítóbiti

Ótrúlegt en satt þá ringdi talvert í gær en nú er sólin farin að skýna aftur og lognið hætt að flíta sér.

Nú er moskító flugan kominn og strax farin að gæða sér á blóðinu mínu.

Virkjunin gengur vel. Henning frá Nukissiorfiit fór heim á mánudaginn svo ég er bara einn hér í Portalbyggingunni :)

Hér er unnið á fullu í frágangi, nú er Vatneyrin horfin og vegurinn að henni, ekki hægt að sjá að þarna hafi nokkurntíman verið nokkuð gert af manna völdum, flott vinna.

Geiri á gröfunni

Hér er Geiri að ganga frá við veginn.

Lognið var flott í morgun og þá speglaðist allt í firðinum.

Pakitsoq fjörður

Hér sést bryggjusvæðið og fjöllin á móti speglast í sjónum. Það sést í samfelldan ís í fjarska en nær er íshröngl sem kom úr næsta firði.

Vatnið

Uppi á vatni er enn allt frosið en tjarnir orðnar auðar og falleg speglun í þeim. Efra vatnið hefur hækkað um tæpan 1 m á sólahring síðan það fór að hækka í því eða um 10 m. Neðra vatnið hefur hækkað um tæpa 3 m enda miklu stærra.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni

Flott speglun

Veðrið er búið að vera frábært hérna, logn, sól og blíða og engin fluga :)

Það er farið að hækka í báðum lónunum og í gær hækkaði efra vatnið um 1,3 m á einum sólahring.

Nú er Vatneyrin horfin og annar utahúsfrágangur á fullu.

Það var reynt að sigla hingað í dag en ísinn er of þykkur ennþá en það á að fá togara á mánudaginn og reyna brjótast hingað. Það auðveldar allar samgöngur ef það er hægt að sigla hingað.

Portalhúsið speglast � vatninu

Portalbyggingin speglast flott í vatninu.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq.

Pétur Bjarni

Flottur jökullinn

Búið að vera frábært veður núna, logn, heiðskýrt, sól og blíða.

Þeir sem vinna utandyra eru berir að ofan og njóta veðursins, flugan ekki kominn enn svo þetta verður bara ekki betra.

Það er farið að hækka í báðum vötnunum núna enda mikil bráðnun í gangi.

Jökulinn er tignarlegur og fallegur ásamt því að vera hálf ógnvekjandi enda mjög úfin.

Jökullinn

Jökullinn úfinn og illur yfirferðar.

Jökullinn

Jökullinn er mjög sprunginn en flottur.

Jökullinn

Flott speglun í vökinni þar sem skriðjökullinn mætir ísnum á vatninu.

Jökullinn

Ís og vatn er einstaklega skemmtilegt viðfangsefni til ljósmyndunar.

JökullinnSkriðjökullinn skríður í vatnið og riður ísnum á því á undan sér og svo speglast þetta allt saman í vatninu og verður bara ekki fallegra.

Hafið það sem best.

Kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni

Vorið er komið í Pakitsoq

Það hefur verið einstök blíða undanfarið, logn, sól og hitinn farið upp í 10 gráður :)

Kominn í sæluna í Pakitsoq. Aðkoman góð að virkjuninni og gaman að koma þarna aftur. Byrjað að vinna að frágangi á búðum og fleiri eftirhreitum sem eiga að klárast í sumar. Það eru um 20 manns á svæðinu að sinna þessum verkum.

Vatnsforðinn hjá okkur er nokkuð góður, neðra vatnið lækkaði ekki nema um ca 10 m í vetur og það byrjaði að hækka í því aftur þann 7 júní. Efra vatnið hefur lækkað um 43 metra og er stöðugt eins og er, þe það rennur jafn mikið í það og við tökum úr því.

Þyrla

Þar sem það er ekki siglingarfært ennþá hingað þá er notast við þyrlu til að flytja vörur og mannskap hingað. Þetta er um 20 mín flug og það er ekkert leiðinlegt :)

Ískristallar

Þó það sé komið sumar hjá okkur hérna úti þá er ennþá frost í göngunum en þessi fallega frostrós er þaðan.

Grýlukerti � inntaksgöngum

Falleg röð stórra grýlukerta sem standa upp úr gangnabotninum. Flott og skemmtilegt að sjá.

Fossinn úr efra vatninu

Enn sem komið er þá hafa aðeins örfáar manneskjur í heiminum séð þennan foss en þarna streymir vatnið úr efra vatninu niður í það neðra.

Efra vatnið

Og það hafa aðeins 3 manneskjur í heiminum séð þetta vatn nánast tómt en við erum búin að lækka vatnsborðið um 43 metra. En hafið ekki áhyggjur það tekur sennilega ekki meira en 3-4 vikur að fyllast aftur :)

Það er alveg óhætt að kvitta fyrir komuna hingað á síðuna. Nú hafa rúmlega 2000 gestir komið inn á hana en lítið brot af þeim kvittað fyrir.

Bestu keðjur frá Pakitsoq.

Pétur  Bjarni

Fallegt veður

Það er búið að vera einstaklega fallegt veður undanfarna daga, nánast logn, heiðskýrt og hitinn 2-5 gráður. En það frystir á nóttunni.

Framleiðslan gengur vel, þarf aðeins að keyra 1 túrbínu um helgina svo álagið er að minnka.

Sólin sest ekki hér núna og er miðnætursólin einstaklega falleg.

Fór í smá kayakferð hér fyrir utan Ilulissat innan um ísinn, þetta var einstaklega skemmtileg ferð.

10252062_602727803158103_5949077785009862604_n.jpg

Frábært útsýni til Ilulissat

10177358_602727806491436_2627359286967674010_n.jpg

Flott speglun og flottir ísjakar

10408875_602727783158105_16979740274100743_n.jpg

Sjúkrahúsið og kirkjan speglast í sjónum.

10322814_602726526491564_1333525023825820579_n.jpg

Sólin klukkan 2 að nóttu, nú er hún á lofti allan sólarhringinn.

Bestu kveður frá Ilulissat

Pétur Bjarni

Aðeins farið að vora

Mættur á svæðið í næst síðasta úthaldið.

Hér er flott veður, logn, heiðskýrt og hitinn um 5 gráður. Snjórinn farinn að gefa aðeins eftir en ísinn frekar að aukast hér fyrir utan. Það er ekki enn orðið siglingafært inn í Pakitsoq.

Túrbínurnar malla eins og þær eiga að gera en með hlýnandi veðri minnkar álagið og nú er svo komið að ein vél dugar á nóttinni en þær þurfa að vera 2 í gangi yfir daginn á virkum dögum.

Það er stefnan að fara inn í Pakitsoq 3 júní og þá koma fyrstu Ístaksmennirnir til að hefja lokaáfangan við virkjunina.

Ilulissat

Útsýnið út um gluggan á skrifstofuni minni, það er nú ekki af verri endanum.

Ilulissat

Og meira út um gluggan.

Ilulissat

Og sú síðasta, frábært útsýni.

Hafið það sem best

kveðja frá Ilulissat

Pétur Bjarni