Þá eru árin 2 að verða liðin og þetta verkefni komið á enda.
Íbúar Ilulissat fá nú birtu og il frá orkuverinu í Paakitsoq og verða að reka þetta orkuver óstuddir hér eftir.
Tel að við höfum kennt þeim nokkuð vel hvernig þeir eiga að bera sig að en svo er alltaf hægt að hringja.
Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður og skemmtilegur tími hérna.
Vil Þakka vinnufélögum og öðrum sem áttu leið með mér í þessari vegferð kærlega fyrir góðan og skemmtilegan félagsskap.
Það þarf gott lið til að reisa svona mannvirki þar sem svo erfitt er um aðdrætti og aðra þjónustu, við stóðum okkur öll vel
Grænlendingar hafa hérna góða virkjun með nóg af vatni og Ilulissat á góða möguleika á því að verða grænn bær
Hef ekki gefið mér tíma til að taka myndir núna í resina þar sem allt hefur verið á fullu við að klára verkefnið og læt því fylgja nokkrar myndir af mér við hin ýmsu störf.
Verið að festa mannop á sográsarkóninn eftir skoðun á túrbínuhjólinu.
Verið að huga að kælivatnsdælu sem var að stríða eftir tripp.
Það fór þó aldrei svo að maður þurfti ekki að dæla díselolíu til að halda virkjuninni gangandi.
Það var verið að prófa tripp og fóru vélarnar ekki í gang eftir það, díselvélin sá okkur fyrir orku á meðan en stoppið var svo lengi að hún varð oíulaus. Áfyllikerfið virkaði ekki og rafmagnsdælur virka ekki í rafmagnsleysi Því varð ég að dæla 1000 lítrum á dagtankan til að geta haldið áfram viðgerðum. Komum loksins vélunum í gang um kvöldið og íbúar Ilulissat njóta nú grænnar orku.
Verið að taka á móti varahlutum frá LDW. Engin kranamaður á svæðinu svo það varð bara að redda hlutunum.
Þetta er væntanlega síðasti pistillinn hérna.
Bestu kveðjur til ykkar allra og takk fyrir innlitið.
Pétur Bjarni